Sálfræðingar Lífs og sálar hafa langa reynslu á sviði meðferðar og ráðgjafar. Þessi reynsla nýtist okkur vel í þjónustu við vinnustaði og starfshópa, en einnig geta einstaklingar leitað til okkar á eigin vegum.

Öllum sem til okkar leita er boðið upp á matsviðtal þar sem við:

  • öflum upplýsinga
  • metum vandann
  • metum hvaða aðstoð við getum boðið þér

Við leitumst við að bjóða matsviðtal eins fljótt og hægt er.

Með þessum hætti styttum við biðina eftir þjónustu okkar og nýtum sem best þau úrræði sem við höfum upp á að bjóða.

Hér til hliðar er upptalning á ýmsum þeim sviðum meðferðar og ráðgjafar sem við höfum sinnt í gegnum árin.