Einstök verkefni

Samningur er gerður um einstök, skilgreind verkefni, t.d. afmörkuð fræðsluverkefni eða málefni einstakra starfsmanna, í starfi eða starfstengdu einkalífi.

Tímabundin verkefni

Viðameiri verkefni, t.d. ýmiskonar stefnumótunarvinna, almenn starfsmannamál og starfsmannastefna fyrirtækis, jafnréttisstefna, fjölskyldustefna, stefna í eineltismálum. Ráðgjöf og fræðsla varðandi veigamiklar breytingar, ráðningamál og hópuppsagnir ásamt bættum samskiptum á vinnustað, eflingu starfsanda og liðsheildar.

Þjónustusamningur

Hluti af þjónustu okkar við vinnustaði er gerð sérstakra þjónustusamninga. Þeir geta verið margvíslegir, allt eftir þörfum, óskum og sérstöðu viðkomandi vinnustaðar. – Í sumum tilvikum er um víðtæka samninga að ræða, þar sem kveðið er á um að Líf og sál veiti vinnustaðnum fjölþætta þjónustu á sviði starfsmannamála. Í öðrum tilvikum er um afmarkaða þjónustuþætti að ræða.

Dæmi um þætti sem fallið geta undir slíkan þjónustusamning:

  • Áfallahjálp
  • Handleiðsla og ráðgjöf
  • Fræðsla
  • Starfsmannastuðningur

Hér getur að líta hluta þeirra vinnustaða með virkan þjónustusamning

Actavis logo AFS logo Alcan logo Héraðsdómur Reykjavíkur logo
Héraðssaksóknari logo
   

Fara efst á síðuna