Líf og sál2019-11-12T14:01:36+00:00

Líf og sál sálfræðistofa ehf var stofnuð í apríl 2000 af sálfræðingunum Einari Gylfa Jónssyni og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur. Fyrstu 4 árin hét fyrirtækið ÞEL – sálfræðiþjónusta ehf. Árið 2004 var nafninu breytt í Líf og sál sálfræðistofa ehf.

Árið 2014 urðu Rakel Davíðsdóttir og Reynar Kári Bjarnason meðeigendur í Lífi og sál og árið 2018 bættist Heiðrún Harðardóttir í hóp meðeigenda.

Hjá Lífi og sál starfa í dag 7 sálfræðingar, 1 sáttamiðlari auk skrifstofustjóra. Síðan í ágúst 2013 höfum við verið í samstarfi og við aðra sálfræðinga um rekstur sameiginlegrar aðstöðu að Höfðabakka 9.

Líf og sál sinnir fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og félagasamtök.