Áfallahjálp2018-04-07T13:28:02+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Áföll geta kippt undan fólki fótunum tímabundið eða til lengri tíma. Óvelkomnar breytingar í lífi fólks geta haft langvarandi neikvæðar afleiðingar eins og þunglyndi og kvíða. Nauðsynlegt getur verið fyrir fólk sem er að ganga í gegnum áföll að fá áfallahjálp til að minnka líkur á langvarandi afleiðingum áfalls. Í áfallahjálp er fólk aðstoðað við að takast á við áfallið á uppbyggilegan hátt. Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, EMDR og núvitundar eru einna helst notaðar.