Árátta og þráhyggja2018-02-22T13:48:37+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Áráttu- og þráhyggjuröskun er flokkuð sem kvíðaröskun. Þráhyggjuhugsanir eru endurteknar og uppáþrengjandi hugsanir sem valda vanlíðan og kalla fram tilraunir til að losna við þær með einhverjum hætti. Áráttuhegðun eru síendurteknar athafnir sem viðkomandi finnst hann verða að framkvæma, annars geti eitthvað mjög slæmt gerst. Að sleppa athöfninni orsakar mikla vanlíðan. Áráttu- og þráhyggjuröskun er mun misleitari en margar aðrar kvíðaraskanir því einkennin geta verið ólík eftir hvers eðlis þráhyggjan og áráttan eru. Þeir sem glíma við þetta vandamál gera sér langoftast grein fyrir því að þráhyggjan eða áráttan er meiri en eðlilegt getur talist en skömm veldur því oft að fólk leitar sér ekki aðstoðar.