Félagsfælni2017-06-14T21:56:16+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Félagsfælni er kvíðaröskun sem einkennist af þrálátum ótta við félagslegar aðstæður. Yfirleitt vegna ótta við álit annarra og að verða sér til skammar. Vandinn getur verið verulega hamlandi í daglegu lífi.  Einstaklingurinn gerir sér í flestum tilfellum grein fyrir því að kvíðinn er óraunhæfur en reynir samt að forðast slíkar aðstæður eftir fremsta megni.