Kvíði2018-02-22T13:47:38+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Kvíði er algeng tilfinning sem allir þekkja. Kvíði verður að röskun þegar hann hamlar eða hindrar fólk á einhvern hátt í lífinu. Líkamleg einkenni eru mjög áberandi í kvíða sem geta verið mjög sterk og óþægileg (t.d. ör hjartsláttur, vöðvaspenna, svimi, ógleði, köfnunartilfinning o.fl. ). Eitt helsta hegðunareinkenni kvíða er að fólk forðast það sem það óttast og frestar hlutum. Dæmi um kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun og ýmsar sértækar kvíðaraskanir eins og félagsfælni, afmörkuð fælni (t.d. ótti við hunda eða pöddur), áfallastreituröskun, ofsakvíði, náms/prófkvíði og áráttu/þráhyggjuröskun. Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem og slökunar- og núvitundaræfingar eru gagnlegar við kvíða.