Lágt sjálfsmat2017-06-14T21:27:16+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Sá sem glímir við lágt sjálfsmat er líklega að upplifa sjálfan sig sem vanhæfan og lítils virði. Hættan er sú að einstaklingur með lágt sjálfsmat hættir að hugsa um sjálfan sig og forðist náin sambönd vegna hræðslu við höfnun. Fólk með lágt sjálfsmat er gjarnan upptekið af göllum sínum og mistökum og ýkir vankanta sína fyrir sér.