Meðvirkni2017-06-14T21:58:48+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Meðvirkni er viss röskun/sjúkleiki þar sem fólk reynir að stjórna og bera ábyrgð á hegðun annarra og/eða lætur stjórnast af hegðun og líðan annarra. Oft reynist meðvirkum ókleift að  stjórna og bera ábyrgð á eigin lífi. Meðvirkni byrjar gjarnan sem „eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum“ (t.d. alkóhólisma náins aðstandanda) en þróast í að verða „óeðlileg viðbrögð í eðlilegum aðstæðum“ (t.d. að segja já þegar maður vill segja nei). Einkennandi fyrir meðvirkt fólk er að eiga erfitt með að setja mörk, erfitt með að sinna eigin þörfum og löngunum og það á því oft erfitt með að þekkja sjálfan sig, þarfir sínar og langanir. Sjálfsmat meðvirkra er því oft ábótavant. Meðvirkni getur verið mjög hamlandi og haft eyðileggjandi áhrif á líf meðvirkra einstaklinga og jafnvel þeirra sem umgangast þá. Því getur verið gagnlegt fyrir fólk að leita sér aðstoðar til að ná tökum á meðvirkri sinni.