Streita2018-02-22T13:48:10+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Í nútíma samfélagi eru streituvaldar oft á tíðum margir. Streituvaldurinn er oft utanaðkomandi áreiti en jafnframt geta það verið innri áreiti sem geta komið fólki úr jafnvægi. Streituviðbrögð eru okkur eðlislæg og lífsnauðsynleg viðbrögð sem hjálpa okkur að takast á við hættur í umhverfi okkar. Mikilvægt er að streituviðbrögðin verði ekki svo mikil og langvarandi að þau hafi skaðleg áhrif á heilsuna. Það að vinna gegn neikvæðum áhrifum streitu er gríðarlega mikilvægt þar sem að rannsóknir sýna að langvarandi streita getur haft miklar heilsuspillandi afleiðingar. Rannsóknir sýna jafnframt að viðhorf og hegðun hefur mikið að segja um það hvernig fólk upplifir streitu og því er gagnlegt að vinna með þá þætti í meðferð og ráðgjöf.