Þunglyndi2018-02-21T16:04:09+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Þunglyndi er algengt vandamál. Þeir sem eru þunglyndir eru með lækkað geðslag, framtakslausir og fullir af vonleysi. Hafa neikvæða sýn á sjálfa sig og framtíðina. Þeir hafa minni áhuga á því sem áður vakti gleði. Samkvæmt greiningarskilmerkjum þurfa einkenni að hafa varað í a.m.k tvær vikur. Þunglyndi hefur hamlandi áhrif á flesta þætti í lífi fólks.