Tölvufíkn/netfíkn2018-03-07T08:57:23+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Tölvueign og -notkun Íslendinga er gríðarleg. Tækninýjungar á þessu sviði eru hraðar og veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Margir hafa hreinlega misst stjórn á eigin lífi.  Afleiðingar of mikillar notkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar, svo sem félagsleg einangrun, átök við fjölskyldumeðlimi og að sinna ekki skyldum sínum. Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa líkt og næringar og hreinlætis.