Vímuefnavandi2017-06-14T21:55:31+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Misnotkun á áfengi og vímugjöfum er mikið vandamál á Íslandi eins og um allan heim. Áfengis- og vímuefnafíkn er skilgreind sem sjúkdómur í DSM-5. Bæði hjá SÁÁ og í AA-samtökunum er unnið út frá því að um sjúkdóm sé að ræða. Þróun sjúkdómsins getur verið ólík þar sem umhverfis- og erfðaþættir vinna saman að mótun hans. Bent hefur verið á að edrútími segi ekki alla söguna þegar kemur að árangri í þessari baráttu. Einnig ætti að líta til annarra þátta eins og líðanar fólks og lægri tíðni vandamála, hvernig fólki vegnar í samfélaginu og hvernig lífi það lifir eftir að neyslunni er hætt. Bindindi sé ekki kvöð heldur sjálfviljugur lífsstíll. Þegar neyslu er hætt geta undirliggjandi geðræn vandamál geri vart við sig. Mikilvægi sálfræði aðstoðar þegar kemur að þessum þáttum er ótvírætt.