Stjórnað með samkennd

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skilja samkennd og hvernig samkennd getur hjálpað stjórnendum að hvetja, leiða og styðja teymi sitt í sálfélagslega öruggu starfsumhverfi.

Grunnur að því að stjórna út frá samkennd er að skilja betur hvernig heili og taugakerfi mannsins, sem og saga hvers og eins hefur áhrif á hvatir, tilfinningar, vitsmuni, hæfni, viðbrögð og hegðun.

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur innsýn í hugtakið samkennd og hvernig má nýta þá þekkingu í að skapa sálfélagslega öruggt vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk getur fundið farsælan farveg. Öruggt starfsumhverfi er grundvöllur þess að starfsfólk dafni, líði vel og leggi sig fram.