Eftir krefjandi tíma – að hverju þarf að huga?

Fræðsla um áhrif breytinga, mótbyrs og álags á starfsanda samskipti og líðan á vinnustað. Fjallað er um mikilvægi þess að þrífast í krefjandi vinnu þó sé nauðsynlegt einnig að kunna að þrauka og sýna æðruleysi og seiglu. Komið er inn á áhrif mikillar og langvarandi streitu á andlega og líkamlega líðan og kynnt helstu verkfæri til að mæta slíku. Þá er lögð áhersla á mikilvægi uppbyggilegra viðhorfa og ábyrgðar á andlegri og líkamlegri heilsu. Einnig er fjallað um árangursrík samskipti, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og hvað einkennir gott lið. Hvert námskeið er lagað að áherslum vinnustaðar.