Einar Gylfi Jónsson2019-05-20T14:53:28+00:00

Einar Gylfi er eigandi og annar stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.

Námsferill

 • Landspróf frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1965
 • Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1971 og stúdentspróf frá sama skóla 1972
 • BA-próf í sálarfræði frá Háskóla Íslands 1975
 • Cand. psych. próf frá Háskólanum í Árósum 1979

Auk þess hefur hann sótt fjölda námskeiða á sviði sálfræðimeðferðar, áfengismeðferðar, forvarna, ráðgjafar og handleiðslu.

Starfsferill

 • Sumarvinna í frystihúsi og sjómennska 1959-1971
 • Vegavinna sumarið 1972
 • Aðstoðarmaður við hjúkrun á Kleppsspítala sumrin 1973-75
 • Kennsla við Ármúlaskóla veturinn 1973-74
 • Sálfræðingur við áfengisskor geðdeildar Landsspítalans 1979-82
 • Ráðgefandi sálfræðingur við Unglingaathvarf Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1980-87
 • Sálfræðingur við Félagsmálastofnun Kópavogs 1982-84
 • Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva í Reykjavík 1983-87
 • Sálfræðingur við Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1985-87
 • Forstjóri Unglingaheimilis ríkisins 1988-93
 • Rekstur eigin sálfræðistofu 1993-2000
 • Ráðgefandi sálfræðingur fyrir CAAC (áfengisráðgjafardeild) á herstöð Bandaríska flotans á Miðnesheiði 1993-1996
 • Ráðgefandi sálfræðingur fyrir meistarflokk karla ÍBV í knattspyrnu 1995-98
 • Deildarstjóri Forvarnadeildar SÁÁ 1996-2000
 • Heimilisfriður (áður Karlar til ábyrgðar) – meðferðarúrræði vegna ofbeldis fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum 1997-2002 og aftur frá 2006
 • Ráðgefandi sálfræðingur fyrir meistarflokk karla KR í knattspyrnu 1999-2001
 • Sálfræðingur og meðeigandi hjá Þeli – sálfræðiþjónustu ehf (síðar Líf og sál) frá 2000.

Einar Gylfi hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða víðsvegar um land um uppeldismál, forvarnir, íþróttasálfræði og samskipti á vinnustöðum.

Ritstörf og önnur fræðistörf

 • Krot á vegg – könnun á frístundum og áhugamálum unglinga – ásamt Ómari Kristmundssyni og Finnboga Gunnlaugssyni – ÍTR 1986
 • Unglingar í vímuefnavanda – könnun á fjölda, aðstæðum og neyslumunstri – Unglingadeild Félagsmálast. Reykjavíkur, 1987
 • Unglingar og vímuefni – kafli í Hörður Þorgilsson og Jakob Smári: – Íslenska sálfræðibókin – Mál og menning, Reykjavík, 1993
 • “Áhættuþættir varðandi neyslu unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum – kafli í – Fíkniefni og forvarnir – Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Reykjavík 2001

Trúnaðarstörf

 • Fræðslunefnd Sálfræðingafélags Íslands 1980-1982
 • Undirbúningsnefnd Ráðstefnu norrænna sálfræðinga 1986-87
 • Ritstjórn Fréttabréfs SÍ 1987-88
 • Fulltrúaráð Barnaheilla 1992-96
 • Formaður Barnaheilla 1996-2000
 • Vinnuhópur um aðgerðir vegna ólöglegs innflutnings fíkniefna 1999
 • Heilbrigðisráð ÍSÍ 2001-2009
 • Í stjórn Parkinsonsamtakanna 2003-2006
 • Formaður Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga frá 2011 – 2015