Þórkatla Aðalsteinsdóttir2018-03-18T20:52:19+00:00

thorkatla(hjá)lifogsal.is
Þórkatla er eigandi og annar stofnandi Lífs og sálar sálfræðistofu.

Námsferill

 • Landspróf frá Barna- og Unglingaskóla Hveragerðis 1970
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum v. Hamrahlíð 1974
 • BA-próf í sálarfræði frá Háskóla Íslands 1980
 • Embættispróf í sálarfræði (PEG-linje) frá Háskólanum í Lundi 1989

Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða á sviði sálfræðimeðferðar, sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum, áfallavinnu einstaklinga og ráðgjafar.

Starfsferill

 • Störf með námi m.a. við garðyrkju, veitingasölu, skrifstofustörf,  meðferðarstörf á BUGL, skálavörslu á hálendinu og fleira
 • Kennari við Unglingaheimili ríkisins 1979-1982
 • Meðferðarfulltrúi á sama stað sumur 1979-1982
 • Kennari við Fellaskóla 1985-1986
 • Ráðgjafi við Unglingaráðgjöf Unglingaheimilis ríkisins 1987-1988
 • Sálfræðingur á Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna Reykjavík 1989-1996
 • Rekstur eigin sálfræðistofu 1992-2000
 • Ráðgefandi sálfræðingur við Unglingaathvarf Reykjavíkurborgar 1993-1995
 • Ráðgefandi sálfræðingur hjá foreldralínu Barnaheilla 1994-1999
 • Ráðgefandi sálfræðingur við Meðferðarheimilið að Geldingarlæk 1996-1997
 • Matsmaður og meðdómandi við Héraðsdómstóla víða um land á árunum 1994-2000
 • Sálfræðingur og meðeigandi hjá Þeli – sálfræðiþjónustu ehf, síðar Líf og sál frá 2000
 • Ráðgjafi hjá tímaritinu Uppeldi frá 2002-2008

Þórkatla hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um uppeldismál, samskipti á vinnustöðum, samskipti á kvennavinnustöðum, einelti á vinnustöðum, streitu, áföll og fleira tengdu líðan á vinnustað og starfsanda.

Trúnaðarstörf

 • Varaformaður Stéttarfélags íslenskra sálfræðinga 1994-1995
 • Stjórn Barnaheilla 1998-1999
 • Fulltrúaráð Barnaheilla 1999-2001
 • Í fagráði Velferðarsjóðs íslenskra barna frá 2001
 • Í stjórn kvennakórsins Léttsveit Reykjavíkur frá 2001-2005
 • Í fræðslunefnd félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga frá 2011-2013
 • Í fagráði eineltismála í grunnskólum á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 2012