Um Líf og sál2019-12-16T11:08:08+00:00

Um Líf og sál

Fræðsla

Fræðsla Lífs og sálar snýr einkum að sálfélagslegum þáttum vinnuumhverfisins, t.d. samskiptum, stjórnun, álagi og streitu, einelti og viðbrögðum við breytingum.

Ráðgjöf

Ráðgjöf Lífs og sálar fyrir vinnustaði þjónar bæði starfshópum og einstaklingum. Ýmist er um tímabunda ráðgjöf að ræða, vegna aðsteðjandi vandamála/viðfangsefna, eða ráðgjöf sem spannar yfir lengri tíma; sem hluti af starfsþjálfun einstaklinga/starfshópa.

Meðferð

Sálfræðingar Lífs og sálar sinna einstaklingsmeðferð  vegna t.d. kvíða, þunglyndis og áfalla, uppeldisráðgjöf fyrir foreldra barna frá forskólaaldri, pararáðgjöf og í vissum tilvikum býður Líf og sál skjólstæðingum með sameiginleg vandamál upp á hópstuðning.

Athuganir og kannanir

Skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (sem voru endurskoðuð 2003) og  reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, er stjórnendum á vinnustöðum lögð rík skylda á herðar varðandi að meta sálfélagslega áhættuþætti á vinnustaðnum og bregðast við aðstæðum sem kunna að valda vanlíðan hjá einstökum starfsmönnum. Líf og sál tekur að sér bæði vinnustaðagreiningar og rannsóknir á einstökum þáttum er lúta að samskiptum og vellíðan á vinnustað. Þessi vinna getur náð til almennrar úttektar á sálfélagslegum áhættuþáttum ásamt tillögum til úrbóta eða til rannsóknar á afmörkuðum vandamálum (t.d. eineltismálum) sem talin eru kalla á aðkomu fagaðila.