Áfallahjálp2017-06-14T20:21:55+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Áföll sem mæta okkur í lífinu, hvort sem er í vinnu eða einkalífi, geta dregið dilk á eftir sér. Afleiðingar eru mismunandi eftir því hver á í hlut og hvert áfallið er. Nauðsyn þess að vinna úr slíkri reynslu er seint nægilega undirstrikuð. Þekkt er, að sé ekkert að gert, geta afleiðingar áfalla háð okkur ævilangt. Birtingarmyndir eru kvíði, þunglyndi, ótti við svipaðar aðstæður, og jafnvel líkamleg álagseinkenni.

Ýmis konar neyðartilvik eða ógnvekjandi aðstæður geta komið upp á vinnustöðum. Sum störf eru í þessum skilningi hættulegri en önnur og leggur vinnuverndarlöggjöfin atvinnurekendum sérstakar skyldur á herðar gagnvart starfshópum sem líklegir eru til að standa frammi fyrir neyðartilvikum og öðrum áföllum.

Á hin bóginn geta allir starfshópar orðið fyrir áföllum. Neyðartilvik sem upp geta komið á vinnustað eru hið augljósa, en ýmis önnur tilvik geta haft bein og óbein áhrif á starfsfólk, t.d. andlát eða alvarleg veikindi vinnufélaga.

Líf og sál hefur um nokkurt skeið sinnt áfallahjálp fyrir vinnustaði. Við höfum gert þjónustusamninga við nokkur fyrirtæki sem fela í sér að við skuldbindum okkur til að veita skjóta og faglega þjónustu þegar upp koma neyðartilvik.

Áfallahjálp Lífs og sálar felur í sér:

  • Skjót fyrstu viðbrögð
  • A.m.k. 2 fundi með starfshópnum sem fyrir áfallinu varð.
  • Einstaklingsstuðning við þá starfsmenn sem þess óska.
  • Einstaklingsstuðning við viðskiptavini sem blönduðust inn í neyðartilvikið.
  • Eftirfylgd eftir þörfum.