Vinnustaðagreining – Áhættumat2019-05-17T01:10:38+00:00

Vinnustaðagreiningar / Áhættumat

Sálfélagslegir áhættuþættir

 • Hefur verið gert áhættumat á þínum vinnustað?
 • Hafa sálfélagslegir áhættuþættir verið athugaðir sérstaklega?
 • Er kannski óljóst hvað “sálfélagslegir áhættuþættir” þýðir?

Þegar lögin um öryggi og hollustu á vinnustöðum voru endurskoðuð var ein helsta nýungin að sálfélagslegra áhættuþátta var sérstaklega getið. Með sálfélagslegum áhættuþáttum er átt við allt það í vinnuaðstæðum starfsfólks sem leitt getur til vanlíðunar. Sem dæmi um slíkt er eftirfarandi:

 • Breytingar
 • Atvinnumissir
 • Samskiptaerfiðleikar og áreitni
 • Einelti og kynferðisleg áreitni
 • Of erfið verkefni
 • Streita og álag
 • Kulnun/starfsþrot
 • Fábreytt verkefni
 • Hættuleg störf
 • Áföll tengd starfi

Skv. Vinnuverndarlögunum ber atvinnurekendum að :

 • Gera áhættumat, sem m.a. tekur til sálfélagslegra áhættuþátta
 • Móta verklagsreglur um hvernig brugðist skuli við vandamálum ef upp koma
 • Sinna fræðslu og forvörnum er varða ofangreinda þætti

Líf og sál hefur hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar, með sérstöku tilliti til sálfélagslegra áhættuþátta og býður fram þjónustu sem tekur til allra þessara þátta.

Þjónusta Lífs og sálar

Gerð áhættumats sem tekur til sálfélagslegra þátta

Við gerð áhættumats notumst við gjarnan við rafræna spurningalista, þar sem spurt er um ýmsa þætti sem áhrif hafa á líðan í starfi. Því er fylgt eftir með rýnihópum til að fá ítarlegri svör við þeim þáttum sem ekki koma nægjanlega vel út. Vinnum úr svörunum og komum með tillögur um úrbætur ef með þarf.

Ráðgjöf og aðstoð við gerð viðbragðsáætlana og verklagsreglna

Við erum ráðgefandi við mótun stefnu í eineltismálum og við gerð verklagsreglna um viðbrögð við einelti og annarri áreitni á vinnustað.
Við erum einnig ráðgefandi varðandi viðbrögð við áföllum sem upp kunna að koma.

Fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk 

Við bjóðum upp á fjölbreytta fræðslu þar sem bæði er fjallað um tiltekin vandamál sem upp geta komið á vinnustað og um leiðir til að auka vellíðan og jákvæð samskipti á vinnustaðnum.
Sú fræðsla sem við bjóðum upp á tekur m.a. til eftirfarandi:

 • “Að fara í gegnum breytingar”
 • “Einelti á vinnustað”
 • “Kynferðisleg áreitni”
 • “Samskipti á vinnustað”
 • “Erfiðir viðskiptavinir”
 • “Viðbrögð við áföllum”
 • “Streita og streitustjórnun”
 • “Jafnvægi vinnu og einkalífs“
 • “Er ég góður vinnufélagi?”

Starfsmannastuðningur

Við veitum stuðning einstökum starfsmönnum og starfshópum sem orðið hafa fyrir áföllum eða ganga í gegnum erfiðleika sem há þeim í starfi.

Aðstoð við úrvinnslu erfiðra mála

Við veitum beina aðstoð við mat og úrvinnslu erfiðra mála á borð við einelti, áreitni, árekstra í starfshópum og uppsagnir.