Handleiðsla2019-05-17T01:05:00+00:00

Líf og sál býður upp á handleiðslu og ráðgjöf fyrir starfshópa, stjórnendur og einstaka starfsmenn. Slík handleiðsla getur verið tímabundin vegna tiltekinna aðstæðna eða verkefna, eða náð yfir lengri tíma, sem liður í starfsþróun viðkomandi einstaklings eða starfshóps.

Stjórnendur

Stjórnendur geta leitað handleiðslu/ráðgjafar vegna tímabundinna erfiðleika í starfshópnum, meiri háttar breytinga sem framundan eru, eða til að styrkja sig í einstökum þáttum stjórnandahlutverksins.

Í ráðgjafarviðtölum er fjallað um hvaðeina sem snertir starf yfirmannsins. Þar sem við á er veittur stuðningur við úrlausn ágreiningsmála, greiningu á styrkleikum og veikleikum í starfsmannahaldi, skipulagi og uppbyggingu fyrirtækja og stofnana.

Þó utanaðkomandi ráðgjöf sé mikilvæg fyrir alla stjórnendur, getur hún þó verið sérstaklega brýn ef einhverjir erfiðleikar steðja að, eða fyrir þá sem nýlega hafa tekið við stjórnunarstarfi.

 

Einstakir starfsmenn

Vinnustaður getur kosið að fá utanaðkomandi handleiðslu fyrir einstaka starfsmenn af ýmsum ástæðum. T.d. hafi viðkomandi starfsmaður nýlega tekið við krefjandi starfi.

Starfshópar

Við ýmsar aðstæður getur verið gagnlegt fyrir starfshópa að fá utan að komandi handleiðslu. Má þar nefna starfshópa sem eru í krefjandi samskiptum við viðskiptavini/skjólstæðinga, starfshópa sem standa frammi fyrir miklum breytingum og starfshópa sem orðið hafa fyrir áfalli.

Hjá Lífi og sál höfum við langa reynslu af handleiðslu og ráðgjöf við einstaklinga og hópa og leggjum áherslu á að laga störf okkar að þörfum hvers viðskiptavinar.