Starfsmannasamtöl2019-05-17T01:09:30+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Undirbúningur og framkvæmd

Tilgangur starfsmannasamtala er meðal annars að samræma þarfir og óskir starfsmanna og hagsmuni fyrirtækisins. Þá eru starfsmannasamtöl kjörinn vettvangur til að styrkja samskipti stjórnanda og starfsmanns og efla sjálfstæði og vöxt starfsmanns í starfi.

Starfsmannasamtöl gefa einnig svigrúm til markvissrar handleiðslu og starfsþjálfunar. Stjórnandi fær þá tækifæri til að fylgjast með þróun og frammistöðu hvers starfsmanns.

Líf og sál sálfræðistofa liðsinnir vinnustöðum við undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala.

Eyðublöð og skriflegar leiðbeiningar

Líf og sál leggur til eyðublöð og skriflegar leiðbeiningar fyrir stjórnendur og starfsmenn og er til ráðgjafar um breytingar og aðlögun þessara gagna að aðstæðum á hverjum stað.

Námskeið og þjálfun fyrir stjórnendur

Haldið er undirbúningsnámskeið fyrir þá stjórnendur sem leiða munu starfsmannasamtölin. Þar er tilgangur og framkvæmd slíkra viðtala kynnt og farið sérstaklega yfir hlutverk stjórnandans og þau vandamál sem kynnu að koma upp. Efnistök á námskeiðinu eru að öðru leyti löguð að aðstæðum og óskum viðkomandi vinnustaðar.

Námskeið fyrir starfsmenn

Námskeið fyrir starfsmenn fjallar öðrum þræði um starfsmannasamtölin og gildi þeirra. Auk þess er fjallað um samskipti á vinnustað, starfshlutverkið og starfshópinn.

Eftirfylgd

Við leggjum áherslu á að framkvæmd starfsmannasamtala er ferli sem æskilegt er að gefinn sé góður gaumur og vandað til frá upphafi. Stjórnendum verður fylgt eftir og boðið upp á aðstoð og ráðgjöf við að takast á við þær hindranir sem kunna að verða á veginum.