Helga Þórólfsdóttir, ráðgjafi og sáttamiðlari

helga(hjá)lifogsal.is

Helga hefur víðtæka reynslu af stjórnun, stjórnendaráðgjöf og sáttamiðlun. Hún hefur starfað sem sáttamiðlari og stjórnendaráðgjafi hjá Líf og sál frá 2019.

 

Þar áður var hún fimm ár í stjórnendateymum Alþjóða Rauða krossins í Írak, Íran og Evrópu (Búdapest), þar sem hlutverk hennar var að veita stjórnendum ráðgjöf varðandi samstarf og samvinnu við innlenda samstarfsaðila. Sáttamiðlun var hluti starfsins þegar upp komu erfiðleikar í samstarfi.

 

Helga lauk prófi í félagsráðgjöf frá Lundar háskóla í Svíþjóð árið 1981 og sérhæfði sig síðan í fjölskylduráðgjöf og sáttamiðlun. Hún lauk meistaraprófi frá Háskólanum í Bradford, Englandi í lausn ágreiningsmála (conflict resuolution) árið 2004 og friðarfræðum (peace studies) 2005.

 

Á árunum 1993-2008 starfaði Helga sem stjórnandi hjálparstarfs á vettvangi átaka og náttúruhamfara, þar eftir sem yfirmaður alþjóðastarfs Rauða kross Íslands. Helga starfaði síðan við kennslu og rannsóknir í jafnréttismálum og friðar- og átakafræðum (Kaupmannahafnarháskóli, HÍ og Bifröst). Hún hefur starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi m.a. fyrir utanríkisráðuneytið og NATO og sem þróunar- og jafnréttisfulltrúi í Afganistan.

 

Helga hefur sótt fjölda námskeiða varðandi stjórnun og hjálparstarf og verið fyrirlesari á alþjóðaráðstefnum.