Bryndís Einarsdóttir, Sálfræðingur

bryndis(hjá)lifogsal.is

Bryndís hefur sérhæft sig í streitutengdum kvillum, svo sem kvíða, streitu, áfallastreitu og sorg. Hún vinnur líka með þunglyndi, lágt sjálfsmat, meðvirkni og heilsutengdar breytingar. Bryndís sinnir einnig málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess.

Bryndís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og Cand.Psych. prófi frá Árósarháskóla 2006. Bryndís lauk sérhæfingu í hugrænni atferlismeðferð (HAM) haustið 2010 og hefur einnig sérhæft sig í samkenndarsálfræði (compassion focused therapy) og núvitund (mindfulness) sem og sótt námskeið og ráðstefnur sem snerta hennar sérsvið. Bryndís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga, Alúð, félagi um vakandi athygli og núvitund og Félagi fagfólks um offitu.

Bryndís starfaði á göngudeild geðdeildar Viborg Sygehus í starfsnámi sínu. Hún var starfsmannastjóri hjá Íshestum frá 2005 – 2011, starfaði hjá Kvíðameðferðarstöðinni 2008-2010, hjá Heilsustöðinni frá 2010 – 2017 og hjá Heilsuborg frá ágúst 2017 til febrúar 2020.

Bryndís hefur einnig starfað hjá Heilsustofnun NLFÍ í tímabundnum afleysingum og sérhæfðum verkefnum frá árinu 2011.

Bryndís hóf störf hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í mars 2020.