Dávur í Dali, Sálfræðingur

davur(hjá)lifogsal.is

 

Dávur sinnir almennri sálfræðiþjónustu fyrir fullorðið fólk og er einnig viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd. Hann er færeyskur en talar  íslensku auk dönsku og ensku.

 

Dávur vinnur með fjölþættan vanda svo sem streitu, kulnun, kvíða, lágt sjálfsmat og þunglyndi. Einnig hefur hann mikinn áhuga á að hjálpa innflytjendum að takast á við áskoranir þeirra í daglegu lífi.

Í sálfræðinámi hans var lögð rík áhersla á hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnreynd sálfræðimeðferð. Dávur lauk BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og framhaldsprófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020. Eftir útskrift starfaði Dávur í tvör ár sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans með fjölbreyttan skjólstæðingahóp.

Dávur er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og í stjórn Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Dávur hóf störf hjá Líf og sál í janúar 2022.