Vigdís Ásgeirsdóttir, Sálfræðingur
vigdis(hjá)lifogsal.is
Vigdís sinnir sálfræðiþjónustu fyrir fullorðið fólk með hvers kyns vanda á öllum aldri. Má þar nefna kvíða-, þunglyndis- og sjálfsmatsvanda. Vigdís sinnir einnig málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Hún hefur einnig sérstakan áhuga á meðferð fólks í hinsegin samfélaginu hvort sem um ræðir kynami, sálrænn vandi tengdur kynhneigð eða kynvitund og býður fólki innan hinsegin samfélagsins sem og aðra sérstaklega velkomna. Vigdís beitir hugrænni atferlismeðferð.
Vigdís hefur lokið BS gráðu og Cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hlaut starfsþjálfun í transteymi Landspítalans þar sem hún sinnti m.a. einstaklingum með kynama auk annars konar vanda. Vigdís hlaut einnig þjálfun í sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands það sem hún hlaut þjálfun við margs konar lífs- og geðrænum vanda.
Rannsókn Vigdísar í Cand.psych náminu var hluti af áfallasögu kvenna rannsókn Háskóla Íslands. Markmið þeirrar rannsóknar var fyrst og fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Hluti Vigdísar í rannsókninni sneri að sambandi seiglu og áfallastreitueinkenna út frá ýmsum þáttum svo sem aldri kvenna, fyrri áföllum, tegundum áfalla o.fl.
Vigdís er meðeigandi í Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.