Auður Erla Gunnarsdóttir
Sálfræðingur og meðeigandi

Auður Erla sinnir málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess.  Hún er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

Auður Erla notast við sannreyndar sálfræðilegar aðferðir og vinnur með m.a. með vanda tengdan streitu, kvíða, þunglyndi og kulnun í starfi.

Auður Erla starfaði sem sálfræðingur í grunn- og leikskólum á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts frá 2009-2013 og sem sálfræðingur á fræðslusviði Hafnarfjarðarbæjar 2013-2016. Frá 2016-2019 starfaði hún sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og svo á Barnaverndarstofu frá 2019-2022 sem meðferðaraðili í MST fjölkerfameðferð. Auður hefur í störfum sínum kennt fjölmörg námskeið af ýmsu tagi, fyrir foreldra, börn og fullorðna. Einnig starfaði Auður sem kennari við Menntaskólann í Kópavogi frá árinu 2000-2007.

Auður Erla lauk cand.psych. námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2019. Auður hefur jafnframt lokið meðferðarnámi í PMTO foreldrafærniþjálfun, og diplómanámi í kennslufræðum frá Háskóla Íslands.

audurerla@lifogsal.is
audur_erla_gunnarsdottir_litur-1024x683