Sáttamiðlun innan vinnustaða er sérsvið innan sáttamiðlunar. Það er gagnlegt úrræði þegar starfsfólk er tilbúið til að leggja sitt af mörkum við að breyta erfiðum samskiptum með aðstoð utanaðkomandi aðila.
Handleiðsla og ráðgjöf fyrir starfshópa, stjórnendur og einstaka starfsmenn getur verið tímabundin vegna tiltekinna aðstæðna eða verkefna, eða náð yfir lengri tíma, sem liður í starfsþróun viðkomandi einstaklings eða starfshóps.
Vinnustaðagreining og áhættumat eru í grunninn mjög áþekkar nálganir við úttekt á andlegum og félagslegum þáttum vinnuumhverfisins. Við aðgreinum þetta með eftirfarandi hætti: