Líf og sál 25 ára þann 1.apríl!

Við hjá Lífi og sál héldum upp á 25 ára afmæli stofunnar þann 1.apríl! Það var mikil gleði og yndisleg stund með frábæru fólki. Við hófum fögnuðinn á málþingi sem við nefndum ,,Fortíð, nútíð og framtíð í mannauðsmálum á Íslandi" og fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara auk þess sem hún Þórkatla okkar fór yfir sögu Lífs og sálar og þær miklu breytingar sem orðið hafa á vinnustaðamenningu vinnustaða á Íslandi síðast liðin 25 ár. Helgi Héðinsson mannauðsleiðtogi Veitna og fyrrverandi samstarfsfélagi okkar tók við af Þórkötlu og fjallaði um nútíðina. Hann fræddi okkur um helstu áskoranir sem mæta mannauðsfólki og stjórnendum í dag. Að endingu, skyggdnumst við inn í framtíðina með Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Guðbjörg Linda fjallaði um rannsókn sem hún hefur unnið að um notkun gervigreindar í mannauðsmálum, kosti hennar og galla.

Að málþinginu loknu var heldur betur tilefni til að fagna og gerðum við okkur glaðan dag saman með góðum veitingum og ljúfum tónum. Það var yndisleg stund með samstarfsfólki okkar, vinum og vandamönnum.

Við þökkum öllum sem komu fyrir að gera daginn okkar bæði mjög fræðandi og gleðilegan!

 

 

 

DSC09006-Edit