Vinnustofur 2025 með Ståle Einarsen
Vinnustofa í faglegri úttekt 27.-29.október 2025 á Marriot hótel í Keflavík

Vinnustofan er grunnnámskeið í faglegri úttekt þegar upp koma erfið starfsmannamál (EKKO).
Kennd verður aðferð í meðferð
mála sem er nefnd staðreyndarrannsókn (á norsku faktaundersøkelse).

Vinnustofan er ætluð fagfólki, sem starfar við úttektir og/eða í mannauðsmálum fyrirtækja og stofnanna og hafa færri komist að en vildu
síðastliðin ár.

Frekari upplýsingar um vinnustofuna og staðreyndarrannsóknir má finna hér.

Námskeiðsgjald er 425.000.-

 

Hvað svo? - vinnustofa í eftirfylgni úttekta 30.-31.október 2025 á Nordica Hótel

Um er að ræða tveggja daga vinnustofu, ætlaða öllum sem gegna hlutverki í tengslum við úttektir á kvörtunum á vinnustöðum.

Á vinnustofunni verður m.a. fjallað um hvernig bregðast skuli við ágreiningi í kjölfar mála, hvernig stuðla má að því að samskipti milli málsaðila
komist aftur í eðlilegt horf, og hvernig hagsmunir bæði vinnuveitanda og annarra aðila málsins eru tryggðir að úttekt lokinni.

Frekari upplýsingar um vinnustofuna má finna hér.

Námskeiðsgjald er 210.000.-

 

Masterclass í faglegri úttekt 3.nóvember 2025 á Nordica Hótel

Um er að ræða eins dags vinnustofu sem er framhald og dýpkun á þriggja daga grunnnámskeiðinu í faglegri úttekt á vinnustöðum
(staðreyndarannsóknum, skref I) og veitir frekari þjálfun og dýpri skilning á aðferðinni.
Vinnustofan er því eingöngu opin þátttakendum sem hafa þegar lokið grunnnámskeiðinu.

Frekari upplýsingar um vinnustofunni má finna hér.

Námskeiðsgjald er 110.000.-

 

Skráning á allar vinnustofur er hafin og vert að minnast á að undanfarin ár komust færri að en vildu.

 

Fyrirspurn um þjónustu