Katla Marín er sálfræðingur hjá Líf og sál. Í starfi sínu sinnir hún meðferð og ráðgjöf fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Katla Marín beitir gagnreyndum aðferðum í sálfræðimeðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Katla Marín vinnur með fjölþættan vanda svo sem þunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat, streitu, kulnun og tilfinningavanda.
Katla Marín sinnir einnig málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess.
Katla Marín lauk MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2024 og BSc í sálfræði frá sama háskóla árið 2019. Í starfsnámi meistaranámsins var hún nemi hjá DAM-teymi Landspítalans og þjónustumiðstöð norður. Þar starfaði hún undir handleiðslu reyndra sálfræðinga og hlaut þó nokkra þjálfun og reynslu á að vinna með börnum og fullorðnum.
Katla Marín hefur einnig lokið 60 einingum í meistaranámi í Öldrunarfræði við Háskóla Íslands.
Áður hefur Katla starfað sem sálfræðingur á Landspítalanum í Þunglyndis- og kvíðateyminu (ÞOK), stuðningsúrræðinu Byggjum brú og Öldrunargeðteymi. Vegna reynslu á Landspítalanum hefur hún mikla reynslu á að vinna með fólki í sjálfsvígshættu.