Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur

aldis(hjá)lifogsal.is

 

Aldís Þorbjörg sinnir para- og kynlífsráðgjöf. Hún lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla árið 2020. 

 

Pararáðgjöf er ætluð pörum til að leysa úr ágreiningi, byggja upp traust og nánd. Kynlífsráðgjöf er ætluð bæði pörum og einstaklingum sem eru að takast á við vanda sem tengist kynlífi eða nánd. Ýmislegt getur leitt pör eða einstakling í kynlífsráðgjöf. Til að mynda ólík löngun í kynlíf, sársauki við kynlíf, fullnægingarvandi, seinkað sáðlát og risvandi. En einnig getur kynlífsvandi verið tilkominn vegna álags eða áfalla. Aldís veitir áfallameðferð samhliða kynlífsráðgjöf þegar við á. 

  

Aldís Þorbjörg starfaði um tíma sem ráðgjafi hjá samtökunum ´78 og hefur góða þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Hún hefur setið vinnustofur um samkenndarmiðaða meðferð (compassion focused therapy) og hugræna atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy). Aldís hefur lokið þjálfun í notkun EMDR meðferðar við áföllum. Hún hóf störf á Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu, 1. maí 2021.