Um er að ræða eins dags vinnustofu sem er framhald og dýpkun á þriggja daga grunnnámskeiðinu í faglegri úttekt á vinnustöðum (staðreyndarannsóknum, skref I) og veitir frekari þjálfun og dýpri skilning á aðferðinni. Vinnustofan er því eingöngu opin þátttakendum sem hafa þegar lokið grunnnámskeiðinu.
Auk þess að vera góð leið til að bæta færni og skilning á staðreyndarrannsóknum er einnig gott að rifja upp og verða öruggari í þeim verkfærum sem kennd voru á grunnnámskeiðum áranna 2023 og 2024. Þá geta þau sem ætla sér á grunnnámskeiðið í ár einnig tekið þátt og dýpkað sinn skilning.
Helstu áhersluatriði vinnustofunnar eru reynslumiðlun, aukin hagnýt þjálfun í viðtölum og framkvæmd staðreyndarannsókna, í samræmi við vinnuverndarlögin og reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er öll kennsla og aðbúnaður, námskeiðsgögn að auki við veitingar á meðan á námskeiðinu stendur.
ATH! Til þess að þátttakendur fái sem mest út úr vinnustofunni verður takmarkaður sætafjöldi og því um að gera að hafa hraðar hendur!