Vinnustofa í faglegri úttekt á vinnustöðum
Grunnnámskeið 27. - 29. október 2025

Vinnustofan er grunnnámskeið í faglegri úttekt þegar upp koma erfið starfsmannamál. Kennd verður aðferð í meðferð mála sem er nefnd staðreyndarrannsókn (á norsku faktaundersøkelse). Frekari upplýsingar um staðreyndarrannsóknir má finna hér að neðan.

Vinnustofan er ætluð fagfólki, sem starfar við úttektir og/eða í mannauðsmálum fyrirtækja og stofnanna og hafa færri komist að en vildu síðastliðin ár.

Námskeiðið verður haldið á Marriot hótelinu í Keflavík 27. - 29. október 2025.

Innifalið er kennsla, gisting í tvær nætur og fullt fæði á námskeiðstímanum. Vinnustofan samanstendur af fjögurra daga námskeiði sem þjappað er í þrjá daga. Því má reikna með tveimur löngum dögum en áætlað er að vinnustofunni ljúki um kl.15.30 þann 29. október , þ.e. þriðja námskeiðsdaginn. Þar sem þetta er þétt dagsskrá og mikið efni, fer Ståle fram á að fólk gisti á hótelinu og sleppi öðrum plönum á meðan á vinnustofunni stendur.  

Námskeiðsgjald er 425.000.-

 

Ståle picture from Chile
Ståle Einarsen er prófessor í vinnu- og skipulagssálfræði við félagssálfræðideild Háskólans í Bergen
Helstu efnistök

 

  • Lög og reglur sem liggja til grundvallar siðferðislegri og sanngjarnri meðferð eineltis- og áreitnimála, eða annarra brota á vinnustöðum.
  • Hvernig greina á atvik og rekja grun um neikvæða hegðun.
  • Hvernig má skapa örugga umgjörð til að mæta neikvæðri hegðun á vinnustað.
  • Hvernig má taka ákvarðanir sem skýra ábyrgð og þörf á eftirfylgni.
  • Fræðilegur og hagnýtur grunnur á hugtökunum einelti og áreitni.

 

Meira um staðreyndarrannsóknir

Staðreyndarrannsókn er rannsóknaraðferð sem notuð er þegar upp koma kvartanir um einelti, áreitni, neikvæðir stjórnunarhættir eða aðrar kvartanir sem beinast að starfsumhverfinu. Aðferðin veitir mikilvægan grundvöll fyrir úrlausn mála og kemur sér sérstaklega vel þegar orð stendur gegn orði.

Vel framkvæmd staðreyndarannsókn tryggir vandaða, hraða og sanngjarna meðferð mála og gerir mögulegt að ljúka málum á faglegan hátt.

Aðferðin er í samræmi við vinnuverndar- og persónuverndarlög og helstu reglur um málsmeðferð, s.s. um hæfi og andmælarétt.

Aðferðin var upprunalega þróuð á vegum norska vinnueftirlitinu í samstarfi við  Ståle og félaga og aðila norska vinnumarkaðarins í tengslum við við verkefnið ,,Vinna án eineltis" á árunum 2005 - 2007. Aðferðin fór í umsagnarferli hjá vinnumarkaðinum og aðilum hans árið 2007 og fékk góðar undirtektir.

Námskeiðið veitir fræðilega og hagnýta innsýn í aðferðina, lagalegan grundvöll hennar, auk þess að fjalla um einelti og áreitni. Einnig er veitt umfangsmikil hagnýt þjálfun í notkun staðreyndarannsóknar sem aðferðar, og munu þátttakendur öðlast hæfni til að framkvæma slíkar rannsóknir sjálfir.

Fyrir hverja?

 

  • Starfsfólk mannauðsdeilda
  • Stjórnendur
  • Sálfræðinga
  • Lögfræðinga
  • Starfsfólk í stjórnsýslu

 

Umsagnir um námskeiðið

,,Námskeiðið var virkilega gagnlegt fyrir okkur hjá Reykjavíkurborg og hefur nýst okkur við uppfærslu á okkar stefnu og verklagi. Þá hafa einstök verkfæri sem voru kynnt til sögunnar reynst með beinum hætti í erfiðum samtölum við starfsfólk sem vill koma á framfæri einhvers konar upplifun en áttar sig e.t.v. ekki á hvað getur fallið undir einelti og hvað ekki. Í fyrstu fannst okkur svolítið mikið að sækja þriggja daga námskeiðum þetta efni en námskeiðið var bæði skemmtilegt og efnismikið og var alls ekki langdregið. Þá vakti það aðdáun okkar hvað leiðbeinendurnir höfðu lagt sig fram um að kynna sér íslensku vinnuverndarlöggjöfina, og samanburðurinn við norska löggjöf var mjög fróðlegur. Mæli algjörlega með þessu námskeiði fyrir mannauðsfólk." 

Ásta Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu mannauðs- og starfsumhverfissviðs hjá Reykjavíkurborg

 

,,Vinnustofa um meðferð erfiðra starfsmannamála veitir góða innsýn í aðferðarfræði staðreyndarrannsókna við meðferð EKKO-mála og dregur fram mikilvægi slíkrar nálgunar. Á vinnustofunni var beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum sem gerðu efnið bæði fræðandi og hagnýtt. Leiðbeinandi tókst að miðla viðkvæmum málaflokki á lifandi og aðgengilegan hátt. Sérstök áhersla var lögð á virka þátttöku allra, sem skilaði sér í auknum gæðum námsins og góðum skilningi á viðfangsefninu. Aðferðarfræðin á námskeiðinu hefur reynst okkur vel í starfi og hefur hjálpað okkur við skilgreiningar á hugtökum, koma orði á óæskilega hegðun og hefur verið notuð í vinnu með stjórnendum. Vinnustofan er því afar gagnleg fyrir öll sem vilja efla hæfni sína í meðferð erfiðra starfsmannamála." 

Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs hjá Háskóla Íslands

 

,,Það var virkilega jákvæð og lærdómsrík upplifun að taka þátt í vinnustofunni með Líf og sál og Ståle Einarsen. Námskeiðið var krefjandi og djúpt, með öflugum fræðilegum grunni og áhugaverðum umræðum. Hópurinn var einstaklega flottur og það var gaman að vinna með fólki sem deilir áhuga á þessum mikilvæga málaflokki. 

Í mínu starfi sem mannauðsráðgjafi tek ég reglulega á móti tilkynningum um erfið starfsmannamál og hef þegar nýtt mér þá aðferðafræði sem kynnt var á námskeiðinu. Hún hefur reynst mér vel í að nálgast slík mál af fagmennsku og með auknu öryggi." 

Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi

 

,,Ég tók þátt í námskeiði um faglega úttekt á EKKO-málum og get algjörlega sagt að það var mjög gagnlegt og upplýsandi. Námskeiðið veitti mér dýpri innsýn og skýrari skilning á því hvernig við getum vandað til verka í rannsókn og úttektum á þessum viðkvæma málaflokki. Kennararnir höfðu afbragðs þekkingu á málaflokknum og nálgun þeirra var bæði fagleg og hvetjandi. 

Við hjá Isavia höfum þegar nýtt okkur það sem fram kom á námskeiðinu til að styrkja okkar vinnubrögð og ferla, með það að markmiði að skapa heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar. Námskeiðið hjálpaði okkur að endurskoða hvernig við nálgumst EKKO-mál og tryggja að ferlið sé sanngjarnt og faglegt. 

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir fagaðila sem vinna að þessum málum – hvort sem þeir starfa í mannauðsmálum, stjórnunarstöðum eða innan rannsókna og úttekta. Þetta er klárlega námskeið sem eykur fagmennsku, dýpkar skilning og styrkir vinnubrögð."

Helga María Finnbjörnsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Isavia 

 

,,Ég sótti grunnnámskeið í skoðun EKKO-mála hjá Ståle V. Einarsen og Helge Hoel. Námskeiðið var bæði fræðandi og skemmtilegt. Þarna eru miklir fagmenn á ferð sem greinilega voru með töluverða reynslu í þessum málum. 

Ég naut þess að vera með góðum hópi fagfólks sem sótti námskeiðið og voru viljug að taka þátt í uppsettum dæmum og taka umræðuna um flókin mál. Þessi samsetning leiðandi fagmanna á sviðinu og skapandi hóps opnaði huga minn og víkkaði sjónarhorn mitt hvað þessi mál varðar. Ég get því með sanni sagt að námskeiðið hafi verið mér gagnlegt í störfum mínum bæði við skoðun EKKO-mála og í öðrum samskiptamálum. "

Díana Ósk Óskarsdóttir, faglegur handleiðari og prestur hjá stuðningsteymi starfsfólks Landspítala 
27. október 2025
09:00
Marriot hótel - Keflavík
Skráning á viðburð