Í þessari fræðslu er fjallað um breytingar og ólík áhrif þeirra á okkur. Sumt fólk sér tækifæri í breytingum,
á meðan öðru fólki stendur ógn af þeim. Farið er yfir hvað hægt er að gera til að takast á við krefjandi
breytingar á uppbyggilegan hátt.
Helstu efnistök:
Breytingar og ólík áhrif þeirra.
Tækifæri og ógnanir sem fylgja breytingum.
Uppbyggilegar leiðir til að takast á við breytingar.