Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi — EKKO

Á undanförnum 25 árum hefur Líf og sál öðlast mikla þekkingu og reynslu af úttektum, úrvinnslu
og forvörnum vegna samskiptaerfiðleika, eineltis og áreitni á vinnustöðum. Góð samskipti á
vinnustað eru lykilþáttur er varðar líðan starfsfólks, samvinnu og samstöðu. Eðlilegt er að stöku
ágreiningur komi upp í samskiptum á vinnustað en mikilvægt er að séð sé til þess að samskipta-
erfiðleikar fái ekki að þrífast á vinnustaðnum.

Fjallað er um gagnlegar leiðir í samskiptum á vinnustöðum og hugað að þeim hindrunum sem
kunna að mæta okkur. Einnig er litið til helstu leiða til að halda í góðan starfsanda og sálrænt
öryggi í starfshópnum.

Helstu efnistök:

  • Skilgreiningar hugtaka ekko
  • Birtingarmyndir neikvæðrar hegðunar
  • Afleiðingar fyrir einstaklinga og starfshópinn
  • Forvarnir og sálrænt öryggi í  starfshópnum
Fyrirspurn um námskeið