Ágreiningur og samskiptavandi eru gjarnan flókin verkefni og geta haft mikil áhrif á alla viðkomandi.
Þá eru fagleg viðbrögð mjög mikilvæg svo unnt sé að leysa málin á farsælan hátt.
Á þessari vinnustofu er fjallað um gagnsemi skýrra verkferla og stefnu, farið skref fyrir skref yfir
faglegt verklag og hlutverk stjórnanda og annarra í slíkum málum. Þá verður einnig litið til helstu
álitaefna og mögulegra hindrana sem kunna að mæta stjórnendum og mannauðsfólki.
Unnið er verkefni þar að lútandi og áhersla lögð á hvernig styðja má við starfshópinn og
einstaklingana á erfiðum tímum.
Lengd 3-6 klst