Úttekt máls byggð á staðreyndum er íslensk þýðing á norska hugtakinu “faktaundersökelse”.
Fagleg úttekt er gagnreynd aðferð sem notuð er þegar upp koma neikvæð samskipti, svo sem einelti, kynferðisleg áreitni, ofbeldi og eða önnur brot á vinnustað.
Aðferðin gefur góðan og hagnýtan grunn til að vinna með málin og nýtist sérstaklega vel þegar málin eru óljós og þegar um ræðir orð gegn orði.
Fagleg úttekt skapar áreiðanlegan, skjótan og sanngjarnan grundvöll fyrir úrvinnslu og úrlausn málsins. Þessi aðferð hefur verið þróuð í samvinnu við aðila á norska vinnumarkaðinum og norska vinnueftirlitinu og er innblásin af margra ára starfi Breta í deilu- og átakamálum.
Fagleg úttekt er gerð í samræmi við lög og reglur og fylgir leiðbeiningum um málarekstur. Fagleg úttekt uppfyllir kröfur Evrópusamnings milli Miðevrópskra vinnuveitenda og verkalýðsfélaga um hvernig beri að takast á við ofbeldi og áreitni í atvinnulífinu.
Kennari
Ståle Einarsen, prófessor í vinnu- og skipulagssálfræði við félagssálfræðideild Háskólans í Bergen.
Hann er yfirmaður rannsóknarhóps um starfsumhverfi, stjórnun og átök (FALK), hefur víðtæka rannsóknarreynslu og er þekktur fyrir alþjóðlega getu og þekkingu á sviði eineltis í atvinnulífinu.
Vottun
Mögulegt er að verða löggiltur úttektaraðili ef kláruð eruð eftirfarandi þrjú stig þjálfunarinnar:
Skref 1: Grunnnámskeið
Skref 2: Dýpkun á efni
Skref 3: Siðferðilegir innviðir fyrirtækisins
Til að fá vottun þarf hver þátttakandi að standast kröfur á eigin faglegri úttekt á raunverulegu máli.
Samþykki og lokavottun krefjast þess að námskeiðunum þremur hafi verið lokið auk viðurkennds mats á eigin faglegri úttekt (á nafnlausu formi). Vottunin er gefin út og undirrituð af fagfólkinu á bak við aðferðina; prófessor Helge Hoel, prófessor Ståle Einarsen og Harald Pedersen lögfræðingur.
Fyrirhugað er að halda næstu vinnustofu á haustmánuðum 2025.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóstfangið lifogsal@lifogsal.is og í síma 511 5508.