Heiðrún Harðardóttir, skrifstofustjóri

heidrun(hjá)lifogsal.is

 

Heiðrún er viðurkenndur bókari, Verzlurnarskólagengin og sigld. Eftir útskrift úr Verzló hefur hún unnið við almenn skrifstofustörf og bókhald m.a. hjá Þjóðhagsstofnun, í Fjármálaráðuneytinu, hjá Reykjavík menningarborg árið 2000, hjá Listahátíð í Reykjavík og síðan árið 2015 hjá Líf og sál.

 

Heiðrún er með VIII stig í söng og langt komin með nám í húsgagnasmíði. Í frítíma dútlar hún við að gera upp gömul húsgögn, og gengur yfirleitt með skrúfjárn, tommustokk og hallamál í veskinu.

Heiðrún er meðeigandi í Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.