Katrín Kristjánsdóttir, sálfræðingur

katrin(hjá)lifogsal.is

 

Katrín sinnir bæði einstaklingum og fyrirtækjum í starfi sínu hjá Lífi og sál. Hún notast við sannreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð) og ACT (acceptance and comittment therapy).

 

Katrín vinnur með fjölþætta vanda svo sem streitu og kulnun, kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat. Katrín sinnir einnig málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Katrín er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

 

Katrín lauk BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Ísland árið 2009 og klínískri sálfræði (cand.psych) með áherslu á vinnusálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2014.

 

Katrín er meðeigandi í Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.

 

Námskeið og ráðstefnur:

  • Innsýn í mannauðinn, ráðstefna á vegum Gallup auk vinnustofu. 6.febrúar 2020.
    • Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Dr. Arnold Bakker.
    • Colin Roth stýrði vinnustofu um job crafting og helgun sem ber yfirskriftina „Make the job you have the job you love“. Kenndar voru leiðir til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi og hámarka afköst með heilsu og líðan starfsfólks að leiðarljósi. Efni vinnustofu var byggt á kenningum og rannsóknum Dr. Arnold Bakker.
  • Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi hjá Endurmenntun HÍ, 2019. Kennari Dr. Erla Björnsdóttir.
  • Streitu og örmögnun í einkalífi og starfi. Eins dags vinnustofa haldin á Íslandi, 2018.
  • Viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins á sviði vinnuverndar (með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum).
  • Í lokaritgerð sinni skrifaði Katrín um mikilvægi markmiðssetningar til að auka hvatningu og hámarka vinnuframlag, trú á eigin getu og starfsánægju; “The role of self-efficacy, feedback, and job-autonomy in the relationship between goal setting and work motivation”.