Andri Hrafn Sigurðsson
Sálfræðingur

Andri Hrafn sinnir málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess.  Andri Hrafn er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

Í vinnu sinni með einstaklingum notast hann við sannreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem HAM (hugræna atferlismeðferð) og ACT (acceptance and comittment therapy).   Hann vinnur með fjölþættan vanda svo sem streitu og kulnun, kvíða, lágt sjálfsmat, samskiptavanda. Einnig leggur hann áherslu á að vinna með íþróttafólki, en Andri Hrafn er sjálfur með bakgrunn úr íþróttum.

Andri Hrafn vann hjá Capacent sem ráðgjafi í ráðningum frá 2017-2019, hjá Landspítala sem sálfræðingur á mannauðssviði 2016-2017 og sálfræðingur í starfsþjálfun á sviði fullorðinna frá 2015-2016.  Árin 2014-2015 starfaði hann hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts sem sálfræðingur í starfsþjálfun á sviði barna og unglinga.

Andri Hrafn lauk BS gráðu í sálfræði 2013 og Msc í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2016.  Hann hefur einnig lokið áföngum í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Andri Hrafn er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

andri@lifogsal.is
andri_hrafn_sigurdsson_litur-1024x683

Greinar

And­leg heilsa í­þrótta­fólks
Andri Hrafn Sigurðarsson fjallar hér um andlega heilsu íþróttafólks og mikilvægi þess að hugað sé að þeim efnum.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt? – vangaveltur frá sál­fræðingi
Hér fjallar Andri Hrafn Sigurðarson sálfræðingur um áhrif jákvæðra samskipta, hvatningar og persónulegrar nálgunar á leikmenn fótbolta og jákvæð áhrif þess.
Er fót­bolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðarson sálfræðingur hjá Lífi og sál er hugleikið hvernig stjórnun þjálfara í fótbolta og öðrum íþróttum hefur áhrif á liðsmenn og árangur. Á það sama við stjórnendur fyrirtækja?