Jóhann sinnir bæði einstaklingum og fyrirtækjum í starfi sínu hjá Lífi og sál. Hann notast við sannreyndar aðferðir innan sálfræðinnar, svo sem hugræna atferlismeðferð (HAM) og ACT (acceptance and comittment therapy). Jóhann vinnur með fjölþættan vanda svo sem streitu, kulnun, kvíða, lágt sjálfsmat og samskiptavanda.
Jóhann sinnir einnig málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Hann er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnnueftilitsins.
Jóhann lauk BS gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands 2011 og Cand.psych gráðu frá sama skóla 2015. Hann hefur frá útskrift starfað sem sálfræðingur hjá heilsugæslu, félagsþjónustu, skólaþjónustu og Krabbameinsfélagi íslands.