Þórkatla sinnir málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Hún er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.
Þórkatla er meðeigandi og annar stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu árið 2000.
Þórkatla hefur langa reynslu á sviði meðferðar, handleiðslu og ráðgjafar til fagaðila og stjórnenda. Hún hefur sótt fjölda námskeiða á sviði sálfræðimeðferðar, sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum, áfallavinnu einstaklinga og ráðgjafar. Þórkatla er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.
Þórkatla hefur í gegnum sinn feril haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um uppeldismál, samskipti á vinnustöðum, streitu, áföll og fleira tengdu líðan á vinnustað.
Þórkatla lauk Cand Psych. prófi frá Lundarháskóla 1989 og BA prófi frá Háskóla Íslands 1980. Hún starfaði sem sálfræðingur hjá Dagvist barna í Reykjavík í sjö ár eftir sálfræðipróf en áður hafði hún starfað sem m.a. kennari, meðferðarfulltrúi, landvörður og skálavörður á fjöllum.