Vigdís Ásgeirsdóttir
Sálfræðingur og meðeigandi

Vigdís sinnir málefnum tengdum sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum, fræðslu og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Þá sinnir hún einnig ráðgjöf til mannauðsfólks auk handleiðslu til stjórnenda og starfsfólks. Hún notast við sannreyndar sálfræðilegar aðferðir, vinnur m.a. með vanda tengdan streitu, kvíða, þunglyndi og kulnun í starfi. Hún beitir hugrænni atferlismeðferð (HAM).

Vigdís hefur mikla reynslu við meðferð fólks í hinsegin samfélaginu hvort sem um ræðir kynama, sálrænan vanda tengdan kynhneigð eða kynvitund.
Hún er með viðurkenningu sem þjónustuaðili í sálfélagslegum áhættuþáttum Vinnueftirlitsins.

Vigdís hefur lokið BS gráðu og Cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hlaut starfsþjálfun í transteymi Landspítalans þar sem hún sinnti einstaklingum með kynama auk annars konar vanda. Vigdís hefur síðan starfað hjá Lífi og sál og hlotið víðtæka reynslu í málefnum vinnustaða auk þess að sækja námskeið og vinnustofur því tengdu.

Rannsókn Vigdísar í Cand.psych náminu var hluti af áfallasögu kvenna rannsókn Háskóla Íslands. Markmið þeirrar rannsóknar var fyrst og fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Hluti Vigdísar í rannsókninni sneri að sambandi seiglu og áfallastreitueinkenna út frá ýmsum þáttum svo sem aldri kvenna, fyrri áföllum, tegundum áfalla og fleiru.

vigdis@lifogsal.is
vigdis_asgeirsdottir_litur-1024x683