Fræðsla og námskeið

Við leggjum áherslu á að bjóða á hverjum tíma upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra og námskeiða. Leiðarljós okkar er að fræðslan sé hagnýt og lífleg og löguð að þörfum þeirra hópa sem við hittum hverju sinni. Við bjóðum upp á fjölbreytta fræðslu og námskeið þar sem bæði er fjallað um tiltekin vandamál sem upp geta komið á vinnustað og um leiðir til að auka vellíðan og jákvæð samskipti á vinnustaðnum.

Við sníðum fyrirlestra, vinnustofur og námskeið að þörfum hvers vinnustaðar fyrir sig. Hér að neðan má sjá dæmi um algeng efnistök og stundum eru erindi samsett úr tveimur eða fleiri efnisatriðum. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.

 

Dæmi um fræðslu og námskeið á vegum Líf og sálar:

Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi - EKKO

Fagleg nálgun þegar upp koma kvartanir um erfið samskipti - vinnustofa fyrir stjórnendur og mannauðsfólk

Starfslok - að hverju þarf að huga

Vinnustofa í faglegri úttekt á vinnustöðum

Stjórnað með samkennd

Eftir krefjandi tíma - að hverju þarf að huga?

Samskipti og líðan á vinnustað

Að þrífast í krefjandi starfi

Að takast á við áföll og óvissu

Að fara í gegnum breytingar

Hugrænn undirbúningur í íþróttum

Samskipti við krefjandi viðskiptavini

Góð liðsheild