Sáttamiðlun2019-05-17T01:01:59+00:00

Mynd af ganginum í SHB9 þar sem Líf og sál er til húsa

Sáttamiðlun er málsmeðferð, þar sem hlutlaus aðili tekur að sér að leiða ferlið og aðstoðar málsaðila við að finna sjálfir lausn á ágreiningi og ná samkomulagi.

Aðilar ganga til sáttamiðlunar af fúsum og frjálsum vilja og er ávallt frjálst að slíta sáttamiðluninni.

Hlutverk þess sem leiðir sáttaferlið er að fá fram sjónarmið málsaðila, kanna hvort vilji og forsendur séu fyrir beinum sáttaviðræðum málsaðila og leiða samtöl þeirra ef grundvöllur reynist fyrir slíku.